Kynningarefni

Mikill áhugi á starfi erfðalindaseturs

Stofnfundur erfðalindaseturs var sl. föstudag og málþing haldið í tengslum við hann. Stofnfundurinn tókst vel í alla staði en þar var m.a. kynnt stefnumörkun erfðanefndar landbúnaðarins til næstu ára og frumsýnd ný kvikmynd um forystufé eftir Guðnýju Halldórsdóttur og Halldór Þorgeirsson. Mikil ásókn er í að taka þátt í starfi erfðalindasetursins, en stofnaðilar eru LbhÍ og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.

Erfðalindasetrið er opinn samstarfsvettvangur allra þeirra aðila sem með einum eða öðrum hætti tengjast varðveislu og sjálfbærri nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði og mun háskólinn leitast við að stuðla að slíkri þróun. Skipuð verður samskiptastjórn setursins þegar ljóst verður hverjir munu taka þátt.

Á meðfylgjandi mynd má sjá f.v. Ágúst Sigurðsson, rektor LbhÍ, Áslaugu Helgadóttur deildarforseta auðlindadeildar og formann erfðanefndar landbúnaðarins og Þorstein Tómasson, stjórnarráðsfulltrúa. /Mynd: RS.
Sjá myndband hér