Málþing um erfðafræðileg áhrif laxeldis á villta laxastofna 1. febrúar 2018 kl. 13:00 – 16:30

Erfðanefnd landbúnaðarins efnir til málþings um erfðafræðileg áhrif laxeldis á villta laxastofna fimmtudaginn 1. febrúar 2018, kl. 13:00 – 16:30. Aðalfyrirlesari verður Dr. Kevin Glover (Hafrannsóknastofnunin í Noregi; Háskólinn í Bergen) sem er einn af leiðandi vísindamönnum Noregs á sviði erfðablöndunar eldislax og náttúrulegs lax og vöktunar á erfðafræðilegum áhrifum laxeldis. Mun hann fjalla um stöðu þekkingar á erfðablöndun, umfangi og áhrifum. Dr. Fletcher Warren-Myers (Háskólinn í Melbourne, Ástralíu) mun fjalla um rannsóknir sínar á notkun baríum salta til merkingar á eldislöxum svo rekja megi strokulaxa úr eldi til framleiðenda. Leó Alexander Guðmundsson (Hafrannsóknastofnun) mun fjalla um rannsókn á erfðablöndun á Vestfjörðum og Dr. Ragnar Jóhannsson (Hafrannsóknastofnun) um áhættumat á erfðablöndun og vöktun áhrifa eldis á náttúrulega laxastofna. Fyrirlestrar erlendu gestanna verða á ensku. Ráðstefnan fer fram í Fróða, fyrirlestrarsal Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8, 101 Reykjavík.

Fundarstjóri: Emma Eyþórsdóttir, formaður erfðanefndar landbúnaðarins

Dagskrá

13:00     Setning: Emma Eyþórsdóttir formaður erfðanefndar landbúnaðarins

13:05     Genetic interaction between farmed and wild salmon: what do we know, and what don’t we know? (Erfðafræðileg áhrif eldislaxa á villta laxa: hvað vitum við og hvað vitum við ekki?)

Dr. Kevin Glover; Research Group Leader at the Institute of Marine Research in Bergen, and Professor in Genetics at the Sea Lice Research Center, University of Bergen

13:55     Mass marking farmed salmon with barium salts: Application techniques, mark detection rates, fish welfare, and material costs estimates (Merking eldislaxa með baríum söltum: Notkun og árangur aðferðar, dýravelferð og efniskostnaður)

Dr. Fletcher Warren-Myers, Research Fellow in the Sustainable Aquaculture Lab (SALTT) and the National Centre for Coast and Climate Change (NCCC) at the University of Melbourne

14:40     Kaffihlé í Tjarnarsal

15:05     Erfðablöndun eldislax og náttúrulegs lax á Vestfjörðum

Leó Alexander Guðmundsson líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun

15:35     Áhættumat vegna mögulegrar erfðaböndnunar milli  eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi

Dr. Ragnar Jóhannsson sviðstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun

16:00     Pallborðsumræður: Umræðustjóri Sæmundur Sveinsson, rektor LbhÍ

16:30     Málþingi lýkur

Málþingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir

 

Yfirlit yfir efni fyrirlestra:

Genetic interaction between farmed and wild salmon: what do we know, and what don’t we know? (Dr. Kevin Glover).

Farmed salmon have been escaping from aquaculture facilities since the start of the aquaculture industry in the early 1970´s. While many of these escapees simply “disappear” and are never seen again, some enter rivers with wild populations, and interbreed. Genetic interaction between domesticated escapees and wild populations has been and still remains as one of the most controversial topics associated with an environmentally sustainable aquaculture industry. However, the debate is often characterized by strongly polarized opinions. In this talk, I review the evidence of the extent and consequences of genetic interactions between farmed and wild salmon. I will primarily draw on data from Norway which is the region that has by far the greatest level of empirical data, although other international examples will be used as appropriate.

Mass marking farmed salmon with barium salts: Application techniques, mark detection rates, fish welfare, and material costs estimates (Dr. Fletcher Warren-Myers)

Farmed salmon escapes is an ongoing issue associated with sea cage aquaculture. This raises the question as to whether all farmed salmon should be marked? Marking may drive better compliance, making salmon farmers strive to reduce the number escapes, plus allow for better monitoring of the true number of escaped salmon living in the wild. In this talk, I will cover three mark delivery methods specially developed for mass marking farmed Atlantic salmon. Each method uses rare forms of barium salts that produce a unique chemical signature at a specific point in the otolith of a salmon. The delivery techniques have been developed to align with common hatchery production methods, to make marking as easy as possible for hatcheries to undertake. Specific to Iceland, I will show the preliminary results of a pilot experiment undertaken in 2017 for marking Icelandic farmed salmon using the vaccination marking method.

Erfðablöndun eldislax og náttúrulegs lax á Vestfjörðum (Leó Alexander Guðmundsson)

Sjókvíaeldi á laxi af norskum uppruna hefur verið stundað á Vestfjörðum frá árinu 2010 og var framleiðslan á síðasta ári upp undir 10.000 tonn. Miðað við útgefin leyfi og fyrirliggjandi umsóknir má búast við að framleiðslan muni margfaldast á komandi árum. Þótt eldisáformin á Vestfjörðum séu langt á veg komin hafa rannsóknir skort á villtum stofnum laxfiska svæðisins og vöktun á áhrifum eldisins. Í fyrirlestrinum verða kynntar niðurstöður rannsókna á útbreiðslu laxfiska á svæðinu frá Súgandafirði í norðri til Rauðasands í suðri, erfðafræðileg tengsl laxastofna á Vestfjörðum við aðra laxastofna á Ísland og erfðablöndun náttúrulegs lax og strokulaxa úr eldi. Niðurstöður greiningar á erfðablöndun verða skoðaðar með hliðsjón af upplýsingum um strok eldislaxa úr sjókvíum.

Áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar milli  eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi (Dr. Ragnar Jóhannsson)

Íslenskar stofnerfðarannsóknir hafa leitt í ljós erfðabreytileika milli íslenskra laxastofna og sýnt að hver á hefur sinn sérstaka stofn. Kynnt  er nýtt gagnvirkt áhættumatslíkan fyrir erfðablöndun eldislax við villta íslenska laxastofna. Tilgangur líkansins er að gefa rétta mynd af fjölda strokufiska sem gætu tekið þátt í klaki í hverri á. Ætlunin er að tryggja að framleiðsla úr íslensku laxeldi hafi ekki neikvæð áhrif á villta stofna og skapa um leið trausta ímynd íslensks laxeldis. Forsendur áhættulíkansins verða endurskoðaðar frá ári til árs í samræmi við niðurstöður vöktunaráætlunar.